Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna alvarlegs umferðaslyss við gatnamótin á Bröttubrekku og þjóðvegi 1 á Vesturlandi. Rúta með 20 farþegum og jepplingur með 3 farþegum skullu saman. Einn var fluttur með þyrlu á sjúkrahús.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan 15:00 í dag vegna alvarlegs umferðaslyss við gatnamótin á Bröttubrekku og þjóðvegi 1 á Vesturlandi.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í viðtali við ríkisútvarpið, þyrluna hafa verið komna á staðinn um hálftíma eftir að útkallið barst.
Einn var fluttur frá slysstað á Landspítalann.
Umræða