Tilkynning frá aðgerðastjórn
Sjö einstaklingar til viðbótar hafa verið greindir með COVID-19 og er fjöldi smitaðra orðinn 102 í Vestmannaeyjum. Fjórir þeirra voru þegar í sóttkví. Enn fjölgar í hópi þeirra sem hafa náð bata og eru þeir orðnir 17. Í dag eru 211 einstaklingar í sóttkví.
Enn vantar niðurstöður vegna einhverra sýna frá Íslenskri erfðagreiningu en von er á þeim á morgun. Frá upphafi hafa 53% greindra einstaklinga verið í sóttkví af þeim sem greindir hafa verið í Vestmannaeyjum.
Enn er brýnt fyrir Eyjamönnum að fara að öllum reglum. Þá er því beint til fólks að senda aðeins einn fjölskyldumeðlim í matvöruverslanir til að takmarka fjölda þeirra sem þar ganga um. Þá er minnt á þá reglu sóttvarnalæknis að allt íþróttastarf er óheimilt vegna sérstakrar smithættu.
Aðgerðastjórn
Aðgerðastjórn
Umræða