Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra varar við snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum
Það hefur verið mjög hvöss ANA-átt með éljum í rúman sólarhring á norðanverðum Vestfjörðum. Úrkoma hefur ekki verið mikil en skafrenningur og blinda enda talsvert frost og snjórinn því léttur í sér. Það spáir mjög hvassri NA-lægri átt með snjókomu fram á morgundaginn og er talið að snjóflóðahætta geti skapast.
Ekki er talin hætta í byggð sem stendur en náið verður fylgst með veðri og aðstæðum í nótt og fyrramálið.
Appelsínugul viðvörun
Umræða