Hækkun heildartekna svipuð eftir menntun árið 2020
Árshækkun miðgildis heildartekna var svipuð eftir menntunarstigi, eða á bilinu 2 til 3% árið 2020. Miðgildi heildartekna var hins vegar ólíkt. Hjá einstaklingum með grunnmenntun var miðgildið 4,7 milljónir króna, 5,7 milljónir króna hjá einstaklingum með starfs- og framhaldsmenntun og 8,3 milljónir króna meðal háskólamenntaðra.
Um er að ræða heildartekjur einstaklinga frá 16 ára aldri samkvæmt skattframtölum. Talnaefni hefur verið uppfært á vef Hagstofunnar.
Umræða