Hér er það helsta úr dagbók lögreglu frá klukkan 17:00 til klukkan 5:00. Þegar þetta er ritað gista tólf í fangageymslu lögreglu og eru fangageymslur lögreglu á Hverfisgötu fullar. Alls eru 97 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Listinn er ekki tæmandi.
Aðili handtekinn sem hafði slegið annan mann í höfuðið með glerflösku á skemmtistað.
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Auk þess reyndist hann sviptur ökuréttindum.
Tilkynnt um mann að selja fíkniefni í hverfinu. Þegar lögregla kom á vettvang þóttist maðurinn vera sofandi í bifreiðinni. Maðurinn var ósáttur við að lögregla væri að gramsa í hans einkamálum en var handtekinn og vistaður í þágu rannsóknar málsins.
Tilkynnt um konu í miðbænum sem var með óspektir utan við skemmtistað. Þegar lögregla kom á vettvang neitaði hún að segja til nafns og var ekki viðræðuhæf vegna ölvunar. Handtekin og flutt á lögreglustöð.
Tilkynnt um skólausan mann í miðbænum en sá var á ferðinni með ísexi. Maðurinn var mjög ölvaður en var þó mjög rólegur og var ekki að ógna neinum með exinni. Maðurinn handtekinn og fluttur á lögreglustöð til viðræðna.
Nokkrir aðilar handteknir í miðbæ Reykjavíkur þar sem þeir voru ofurölvi og til ama. Sumir gátu valdið sér og fengu að fara frá lögreglustöð en aðrir áttu erfitt með að miðla sínum málum og voru því vistaðir vegna ástands.
Lögregla sinnti hávaða í heimahúsi. Eftir viðræður fengu þeir sem voru að halda samkvæmið að vera um sinn að djamma fram á nótt. Þeir ætluðu þó að hafa lægra.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
Tilkynnt um eignaspjöll á bifreið. Lögregla rannskar málið.
Lögregla sinnir tilkynningu vegna elds í bifreið. Í fyrstu var ekki vitað hvort bifreiðin væri innandyra eða ekki en slökkvilið var einnig kallað til.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
Tilkynnt um líkamsárás á krá í hverfinu.
Lögregla fór í aðgerðir vegna gruns um fíkniefnasölu í hverfinu. Við húsleit fundust fíkniefni og grunar lögreglu að þau hafi verið ætluð til dreifingar.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:
Lögregla kölluð til vegna hóps ungmenna sem var að safnast saman á bifreiðastæði í hverfinu. Ungmennin voru ölvuð og var eitt þeirra með hafnaboltakylfu meðferðis.
Tilkynnt um eignaspjöll á leikskóla í hverfinu en þar voru tveir einstaklingar uppi á þaki leikskólans að kasta steinum í rúður.
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Laus eftir hefðbundið ferli.
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Laus eftir hefðbundið ferli.
Talsvert af minniháttar málum.