Bíll Hagen fjölskyldunnar var seldur – lögreglan haldlagði hann
Snemma að morgni 28. apríl s.l. var Tom Hagen handtekinn í samræmdri aðgerð lögreglu. Hann er ákærður fyrir morð eða aðild að morði á maka sínum, Anne-Elisabeth Hagen, 70 ára, og var síðar fangelsaður í fjórar vikur og sætir heimsóknarbanni.
Bíll sem Tom Hagen seldi eftir að Anne-Elisabeth Hagen hvarf, var afhentur sem uppítökubíll hjá bílaumboði í mars á þessu ári. Stuttu síðar kom lögregla í umboðið og sótti bílinn til að framkvæma nákvæmar rannsóknir á honum.
Bíllinn er nú án númera og hefur ekki verið endurseldur frá söluaðila. Mánuðum fyrir handtökuna á Tom Hagen, rannsakaði lögregla nokkur ökutæki á hans vegum. Vitað er að gamall bíll Tom Hagen var rannsakaður af lögreglunni, mánuði fyrir handtökuna þann 28. apríl s.l. Þessi bíll var seldur strax í maí 2019 og lögregla hefur staðfest að þeir hafi lagt hald á bílinn til rannsóknar.
NRK hefur upplýsingar um að nokkrir aðrir bílar hafi einnig verið rannsakaðir fyrir handtökuna. Bíllinn sem nú um ræðir, er Ford Focus og hefur nokkrum sinnum verið notaður af Hagen en var ekki skráður á hans nafn. Bíllinn var seldur til bílasölu í mars á þessu ári. Skömmu eftir að bíllinn kom til bílsölunnar í Austur-Noregi var lögreglan mætt á staðinn til að sækja bílinn til frekari rannsóknar.