Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) berjast af hörku fyrir norsku leiðinni í sjókvíaeldi á laxi
Að sögn Icelandic Wildlife Fund þá drepast að jafnaði um 40 prósent eldislaxa í sjókvíunum, vegna þeirra ömurlegu aðstæðna sem fyrirtækin búa þeim, áður en kemur að slátrun. Þegar unnið var að nýju lagareldisfrumvarpi í tíð síðustu ríkisstjórnar beitti SFS beitti sér hart gegn strangari dýravelferðarlöggjöf í sjókvíaeldi á laxi. Þjáning og dauði eldislaxanna er beinlínis hluti af viðskiptamódeli þessara fyrirtækja.
Á myndunum má sjá eldislax sem drapst í sjókvíum á Austfjörðum vegna vetrarsára og bakteríusýkinga.



Framferði sjókvíaeldisfyrirtækjanna á Íslandi er til umfjöllunar í ítarlegri fréttaskýringu í ítalska stórblaðinu La Repubblica, en blaðamaður þess var hér á landi fyrr í vor. Meðal annars er fjallað um hversu hroðalega meðferð eldisdýrin þurfa að þola í sjókvíunum.
Hér er hægt að sjá myndband og umfjöllun í ítarlegri fréttaskýringu í ítalska stórblaðinu La Repubblica um laxeldi á Íslandi
Umræða