Strandveiðifélag Íslands hefur ákveðið að fresta boðuðum samstöðufundi með strandveiðifrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem halda átti í dag.
Þetta kemur fram á viðburðarsíðu fundarins á Facebook. Þar segir að ástæða frestunarinnar sé að fyrstu umræðu um frumvarpið sé lokið og það komið fyrir nefnd. En hér að neðan er fyrri tilkynningin um boðaðan samstöðufund:
,,Frumvarp ríkisstjórnarinnar um strandveiðar væri stórkostlegt framfaraskref fyrir strandveiðiflotann og hinar dreifðu byggðir. Engu að síður er stjórnarandstaðan búin að hefja málþófstilburði á þingi.
Ef frumvarpið kemst ekki í gegn fer stöðvunarheimildin ekki út og við fáum ekki okkar 48 daga.
Nú reynir á samstöðumáttinn sem við höfum sýnt undanfarin ár. Ríkisstjórnin stendur þétt við bakið á okkur, nú er lag að styðja hana til góðra verka.
Dress code: sjóbuxur og stakkur.“ Segir á vef strandveiði sjómanna sem ætla að mæta við Alþingi á föstudaginn klukkan 14:00.
Samstöðufundur með ríkisstjórninni
Umræða