Hugleiðingar veðurfræðings
Skilin sem ollu leiðindaveðri hjá okkur í gær eru nú skammt fyrir vestan land og þau fjarlægjast smám saman. Það verður því mun rólegra veður í dag en verið hefur, fremur hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum en allvíða líkur á síðdegisskúrum. Á Suðausturlandi verður þó norðaustan kaldi eða strekkingur og rigning öðru hverju í mest allan dag. Hiti 8 til 17 stig, svalast í þokulofti við norður- og austurströndina.
Hæg norðlæg eða breytileg átt á morgun. Skýjað með köflum norðan- og austanlands og yfirleitt þurrt, en dálítil rigning austast fram eftir degi. Kólnar heldur. Á Suður- og Suðvesturlandi verður hins vegar bjart að mestu og áfram milt, en þó eru líkur á stöku síðdegisskúrum.
Á fimmtudag er svo útlit fyrir fremur svala norðvestlæga átt með lítilsháttar vætu víða um land.
Spá gerð: 06.08.2024 06:11. Gildir til: 07.08.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 8-13 m/s á Suðausturlandi í dag og rigning af og til, annars hægari vindur og bjart með köflum en stöku skúrir síðdegis. Hiti 9 til 17 stig.
Hæg norðlæg eða breytileg átt á morgun, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en dálítil rigning austast fram eftir degi. Kólnar heldur. Bjart að mestu á Suður- og Suðvesturlandi og hiti að 18 stigum, en líkur á stöku síðdegisskúrum. Spá gerð: 06.08.2024 04:11. Gildir til: 07.08.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag og föstudag:
Norðvestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað og lítilsháttar rigning á norðanverðu landinu, hiti 7 til 12 stig. Skýjað með köflum sunnantil og stöku skúrir síðdegis. Hiti 10 til 16 stig.
Á laugardag:
Breytileg átt 3-8. Skýjað með köflum á landinu með skúrum sunnanlands, en þurrt að kalla í öðrum landshlutum. Hiti frá 7 stigum á Norðausturlandi, upp í 16 stig á Suðurlandi.
Á sunnudag:
Sunnan 3-8 og svolítil rigning, en úrkomulítið austanlands. Hiti 9 til 14 stig.
Á mánudag:
Hæg breytileg átt og víða dálitlir skúrir. Hiti 10 til 15 stig.
Spá gerð: 06.08.2024 08:41. Gildir til: 13.08.2024 12:00.