Hugleiðingar veðurfræðings
Suðlæg átt í dag, víða 5-15 m/s nú í morgunsárið, en það dregur smám saman úr vindi þegar líður á daginn. Skýjað sunnan- og vestantil á landinu og dálítil rigning eða súld, en það verður þurrt á Norður- og Austurlandi fram eftir degi. Hiti á bilinu 10 til 19 stig, hlýjast um landið norðaustanvert. Eftir hádegi bætir í úrkomu sunnanlands, og seint í kvöld verður samfelld rigning allvíða á landinu.
Á morgun verður fremur hægur vindur og það dregur úr vætu, lítilsháttar úrkoma í flestum landshlutum eftir hádegi. Annað kvöld nálgast svo næsta lægð með vaxandi sunnanátt og rigningu sunnan- og vestanlands.
Veðurhorfur á landinu
Sunnan 5-15 m/s, hvassast um landið norðvestanvert, en dregur smám saman úr vindi. Dálítil rigning eða súld, en samfelld rigning sunnanlands, og allvíða á landinu seint í kvöld. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast norðaustanlands.
Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt á morgun og væta með köflum. Kólnar lítillega. Vaxandi sunnanátt annað kvöld og fer að rigna sunnan- og vestanlands.
Spá gerð: 06.09.2023 10:15. Gildir til: 08.09.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Suðvestan 10-18 m/s og rigning eða skúrir, en heldur hægari og úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustantil.
Á laugardag:
Suðlæg eða breytileg átt 5-10 en snýst í norðan 8-13 norðvestantil. Víða skúrir en úrkomulítið á Austurlandi. Hiti 7 til 13 stig.
Á sunnudag:
Norðaustlæg átt 5-13 og allvíða skúrir. Hiti 5 til 11 stig.
Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt og dálítil væta sunnantil, annars yfirleitt þurrt. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir breytilega átt og bjart að mestu en þykknar upp suðvestantil seinnipartinn. Hiti 5 til 10 stig.
Spá gerð: 06.09.2023 08:34. Gildir til: 13.09.2023 12:00.