Ekki hafa svo margir greinst með kórónuveirusmit á einum degi síðan í vor þegar 106 greindust með veiruna
Metfjöldi kórónuveirusmita í þriðju bylgju faraldursins greindist í gær. Samkvæmt upplýsingum frá almanavörnum voru þau 99, þar af voru 59 í sóttkví. Þá greindist eitt virkt smit á landamærunum. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir í viðtali við Rúv að áfram séu 15 inniliggjandi á Landspítalanum, fjórir þeirra eru á gjörgæsludeild og þrír af þeim í öndunarvél.
Ekki hafa svo margir greinst með kórónuveirusmit á einum degi síðan í vor þegar 106 greindust með veiruna þann 24. mar. Hertar samkomutakmarkanir tóku gildi í gær þar sem veitingastöðum og líkamsræktarstöðum var lokað og fjöldatakmarkanir miða víðast hvar við 20 manns. Már segir í viðtali við Rúv að ástandið á spítalanum sé stöðugt en heldur stígandi. Hann bendir á að smitin séu hér og þar í samfélaginu, um allan aldursstigann og í öllum lögum samfélagsins. Hér er hægt að lesa alla fréttina á Rúv.is