Hugleiðingar veðurfræðings
Nú er þrýstingur að hækka yfir landinu og vindur að minnka. Yfirleitt hæg breytileg átt þegar kemur fram á daginn og rofar til nokkuð víða, en stöku skúrir eða él á sveimi við austur- og suðurströndina. Hiti 2 til 7 stig. Hægur vindur og léttskýjað veður eru kjöraðstæður fyrir kólnun þegar kvöldar og það er útlit fyrir að það verði víða frost í nótt.
Á morgun gengur í suðvestan golu eða kalda, en stinningskalda um landið norðvestanvert. Það þykknar upp vestanlands og sums staðar dálítil væta á þeim slóðum, en sólríkt austantil á landinu. Hitinn mjakast uppávið aftur og verður 2 til 7 stig þegar kemur fram á morgundaginn.
Spá gerð: 06.10.2023 06:47. Gildir til: 07.10.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Minnkandi vindur, breytileg átt 3-8 m/s í dag og rofar til nokkuð víða, en stöku skúrir eða él við austur- og suðurströndina. Hiti 2 til 7 stig, en frystir allvíða í kvöld. Gengur í suðvestan 3-10 á morgun, en 10-15 um landið norðvestanvert. Þykknar upp vestanlands og sums staðar dálítil væta, en léttskýjað austantil á landinu. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn.
Spá gerð: 06.10.2023 05:26. Gildir til: 07.10.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Suðvestan 5-13 m/s, hvassast á norðanverðu landinu. Víða dálítil væta, en þurrt suðaustan- og austanlands. Hiti 4 til 10 stig.
Á mánudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s og rigning, hvassast með suðurströndinni. Hiti 4 til 9 stig. Ákveðin norðaustanátt og slydda á Vestfjörðum um kvöldið með kólnandi veðri.
Á þriðjudag:
Gengur í hvassa norðanátt með rigningu eða slyddu, en snjókomu til fjalla. Úrkomuminna sunnanlands. Hiti 0 til 7 stig, mildast við suðurströndina.
Á miðvikudag:
Minnkandi norðanátt með éljum á Norður- og Austurlandi, en bjart sunnan heiða. Hiti frá frostmarki norðantil upp í 7 stig syðst.
Á fimmtudag:
Norðlæg eða breytileg átt með rigningu á sunnanverðu landinu, en slyddu eða snjókomu norðantil.
Spá gerð: 06.10.2023 09:00. Gildir til: 13.10.2023 12:00.