Söguleg upprifjun, sem skiptir máli
„Í dag er 6. október, „Guð blessi Ísland“ dagurinn.
Tvö gáfnaljós þess tíma
Það sama gerðu þingmenn stjórnarflokkana, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, en eins og fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Hrunið, hélt þingflokkur Samfylkingarinnar tvo fundi í febrúar það sama ár um komandi óumflýjandlegt Hrun. Þau og ráðherrar flokksins lugu engu minna að almenningi en þessir tveir.
Það sem er athyglisvert í dag 6. október 2022, er hvar þeir báðir starfa. Annar er yfirhagfræðingur Samtaka iðnaðarins og hinn er . . . ? Geir sjálfur er svo enn í faðmi ríkisvaldsins sem vel launaður embættismaður vegna eðliðslægs klíkuskapar og spillingar í íslenskri stjórnskipan og stjórnsýslu.
Samkvæmt heimildum er Ísland enn á lista hjá öllum nágrannaþjóðum sem ótrúverðug skrípaútgáfa af þjóðríki. Menn geta svo velt því fyrir sér af hverju það er.
Guð hvorki blessaði Ísland né bjargaði því, og mun aldrei gera.
Það eru íslendingar sjálfir sem verða að gera það.“
Þessi þvæla í honum um að sólarlandaferðir valdi þenslu hér á landi heldur ekki vatni. Var að koma frá Spáni fyrir um tveim vikum og keypti flugið báðar leiðir með erlendu flugfélagi, leigði hús í viku af erlendu leigufélagi, borgaði allan matinn á Spáni og bílaleigubílinn líka. Ekkert af þessu eru útgjöld á Íslandi sem valda þenslu. Einu útgjöldin sem voru aukalega og þar með „þensluvaldandi“ samkvæmt Ásgeiri Jónssyni var bílastæðagjaldið upp á KEF.