Brestur á með 18-25 m/s, hríð suðvestan- og vestanlands. Norðanlands verður hvasst og byljótt með V-átt í kvöld og fram á nótt.
Skafrenningur og blint á fjallvegum. Austanlands seint í kvöld einnig og hviður þar allt að 40-45 m/s.
Helstu lokanir
Kl. 17:53 | 7. janúar 2020
Hellisheiði: Veginum er lokað vegna veðurs. #færðin #lokað
Þrengsli: Veginum er lokað vegna veðurs #færðin #lokað
Þverárfjall: Búið er að loka veginum vegna veðurs. #færðin #lokað
Öxnadalsheiði: Búið er að loka veginum vegna veðurs og miðað við veðurspá eru ekki líkur á að vegurinn opni fyrr en um hádegisbil á morgun. #færðin #lokað
Vatnsskarð: Búið er að loka veginum vegna veðurs. #færðin #lokað
Gular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu og gilda misjafnlega langt fram á morgundaginn.
Suðvesturland
Það er hálka eða hálkublettir á vegum og mjög hvasst á Reykjanesi. Stórhríð er á Hellisheiði og Þrengslum. #færðin
Hellisheiði
Vesturland
Víða hálka eða snjóþekja á vegum en þæfingsfærð á Fróðárheiði og Laxárdalsheiði. Ófært er í Álftafirði. #færðin
Brattabrekka
Holtavörðuheiði
Vestfirðir
Víðast hvar hálka, snjóþekja og skafrenningur. Þæfingsfærð er á Steingrímsfjarðarheiði. #færðin
Klettsháls
Norðurland
Versnandi veður á Norðurlandi snjókoma og skafrenningur. Víðast hvar snjóþekja á vegum en þæfingsfærð í Langadal. #færðin
Þverárfjall
Norðausturland
Hálka eða snjóþekja víðast hvar og víða snjókoma eða éljagangur. Þungfært er á Hólasandi. #færðin
Austurland
Talsvert hefur borið á hreindýrum við vegi á Austur- og Suðausturlandi. Vegfarendur eru hvattir til að fara varlega, sérstaklega eftir að dimmir þar sem dýrin sjást illa í myrkrinu. #færðin