Nýtt Sportveiðiblað var að koma úr prentun, stútfullt af skemmtilegu efni, það vakti athygli Fréttatímans að blaðið er þegar uppselt á sumum stöðum en verið er að fylla í tóma rekka á ný.
Þar má meðal annars finna viðtal við veiðimanninn og fjármálaráðherra þjóðarinnar, Bjarna Benediktsson um veiðiskap.
Einnig er viðtal við Ingólf Ásgeirsson hjá Störum en talsverðar breytingar eru á veiðifyrirkomulagi í Blöndu fyrir næsta tímabil. Rasmus Ovesen fer með okkur til Slóveníu og kynnir fyrir okkur Marmaraurriðann. Í þessu tölublaði eru einnig veiðistaðalýsingar fyrir Fáskrúð í Dölum og Köldukvísl svo fátt eitt sé nefnt.
,,Fjöldi greina má einnig finna í þessu glæsilega tölublaði. Blaðið ætti að vera komið á flesta sölustaði landsins og áskrifendur ættu að fá blaðið í næstu viku.“ Segir dreifingaraðili blaðsins.