Ósáttur við fyrirhugað kílómetragjald: Kostnaður við akstur fer úr böndunum
Ég er mjög ósáttur við fyrirhugað kílómetragjald sem verið er að leggja til og fer kostnaðurinn á ári vel yfir það sem mér finnst sanngjarnt. Ég ek meira en 40.000 km á ári og með nýju gjaldi sem á að vera 7 krónur á hvern ekinn kílómetra, er ég að horfa á það að þurfa að greiða meira en 300.000 krónur á ári einungis fyrir gjaldið.
Þessi breyting á gjaldtöku fer umfram það sem mér finnst raunhæft og sanngjarnt. Ef við bætum því við að bíllinn minn eyðir 12 lítrum á hundrað kílómetra, þá bætist einnig við eldsneytiskostnaður en ég nota um fimm tonn af bensíni á ári. Það er kristaltært að þegar skattar hjá ríkinu lækka á eldsneyti, þá munu olíufélögin snarhækka sitt verð til að hagnast meira þegar þau eru laus við álögur frá ríkinu. Sagan sannar það.
Þessi hækkun á kostnaði fyrir mig og marga aðra sem aka mikið á hverju ári, getur orðið óbærilegur. Það er mikilvægt að huga að því hvernig slík gjaldtaka hefur áhrif á þá sem þurfa á bílum sínum að halda vegna vinnu, skóla eða annarra nauðsynja.
Ég bið stjórnvöld um að skoða betur afleiðingar þessarar áætlunar, því þessi breyting getur orðið verulegur fjárhagslegur álagspunktur fyrir okkur sem ökum mikið. Það þarf að finna jafnvægi sem tryggir bæði tekjur fyrir ríkið en ekki óþarflega mikið álag á þá sem ekki hafa val um að minnka akstur sinn. Sagan sýnir einnig að þær álögur og skattar sem lagðar eru á bílaeigendur eru notaðir í allt annað en vegakerfið og er því í raun röng skattlagning.