Það er mikilvægt að geta brugðist hratt og vel við breyttum aðstæðum og það hafa starfsmenn okkar svo sannarlega gert. Þegar flytja þarf COVID sjúklinga á milli staða er ekki alltaf þörf á að nota sjúkrabifreið með tilheyrandi búnaði. Geti sjúklingur setið sjálfur þá sendum við öðru vísi bíl á staðinn sem gengur undir vinnuheitinu “sitjandi COVID”.
Í bílunum er meðal annars búið að loka alveg á milli ökumanns og sjúklings, em var gert til að koma í veg fyrir smit. Þegar sjúklingar eru sóttir á þessum bílum þá setja þeir sjálfir á sig hanska og grímu áður en þeir setjast inn í bílinn. Sjúkraflutningamaður opnar og lokar hurðinni fyrir sjúklinginn til að minnka líkur á smiti. Með þessu verklagi erum við að létta álagið á sjúkrabifreiðum, en að sjálfsögðu slökum við aldrei á öryggiskröfum.
Þessir bílar eru dæmi um snarræði og útsjónarsemi hjá okkar fólki sem breyttu nokkrum bílum fyrir þetta verkefni. Það er óhætt að segja að hjá okkur starfi samhentur hópur sem hugsar í lausnum og þau eru fljót að aðlagast þeim síbreytilegum aðstæðum sem óhjákvæmilega eru þessa dagana.