Hugleiðingar veðurfræðings
Það verður suðvestlæg átt í dag, víða 5-10 m/s, en heldur hvassari á norvestanverðu landinu. Stöku skúrir í flestum landshlutum, en þurrt fyrir austan og léttir þar til síðdegis. Það hlýnar smá saman og hiti verður 6 til 12 stig yfir daginn. Vaxandi suðaustanátt sunnanlands seinnipartinn og fer að rigna þar seint um kvöldið. Á morgun er austan 8-15 m/s með rigningu og súld víða en hægari og úrkomulítið norðan- og austanlands, þó búast megi við lítilsháttar vætu þar seinnipartinn. Hita 8 til 15 stig. Á mánudag er útlit fyrir norðaustanátt á norðanverðu landinu og kólnandi veður með rigningu og jafnvel slyddu eða snjókomu norðvestantil. Áfram fremur milt veður með skúrum sunnan- og austanlands.
Veðuryfirlit
800 km SSV af Hvarfi er 977 mb lægð sem þokast NA. Yfir Írlandi er 1029 mb hæð sem fer hægt A.
Veðurhorfur á landinu
Sunnan gola eða kaldi og stöku skúrir, en yfirleitt þurrt austanlands. Hiti 4 til 10 stig. Suðaustan og austan 5-13 m/s seint í kvöld og rigning með köflum, en hægari vindur og þurrt á norðaustanverðu landinu þar til seinnipartinn á morgun. Hiti 5 til 14 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Sunnan kaldi og stöku skúrir, en suðaustan 8-15 m/s og rigning seint í kvöld. Hiti 5 til 10 stig. Austan 5-10 og dálítil væta af og til á morgun, hiti 9 til 14 stig.
Spá gerð: 07.05.2022 10:10. Gildir til: 09.05.2022 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Norðaustan 8-15 m/s og rigning eða snjókoma norðvestantil á landinu með hita 1 til 5 stig. Hægari breytileg átt annars staðar, víða skúrir og hiti 5 til 12 stig, en rigning norðaustanlands í fyrstu. Kólnar um kvöldið.
Á þriðjudag:
Norðaustan 8-15 og snjókoma eða rigning með köflum, hiti 0 til 5 stig. Yfirleitt hægari vindur sunnan heiða, þurrt að kalla og hiti 4 til 11 stig, en kólnar þar eftir hádegi með skúrum.
Á miðvikudag:
Norðaustan 13-18 norðvestantil, annars hægari vindur. Skúrir eða él og hiti 0 til 6 stig yfir daginn.
Á fimmtudag og föstudag:
Norðlæg átt, snjókoma eða él og hiti nálægt frostmarki, en þurrt að kalla sunnan heiða með hita 3 til 7 stig yfir daginn.