Slökkviliðið fékk tilkynningu um eld í fjölbýlishúsi rétt eftir klukkan átta í morgun. Eldurinn kom upp í íbúð í Kóngsbakka í Breiðholti á níunda tímanum í morgun.
Eldurinn var staðbundinn í einni íbúð en enginn var í henni þegar eldurinn kom upp. Reykskemmdir eru nokkrar og er hún illa farin eftir eldsvoðann.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins náði að slökkva eldinn og vinnur að því að reykræsta og koma öðrum íbúum út úr sínum íbúðum í sama stigagangi.
Umræða