Lögregla hefur sinnt 109 málum milli 17.00 og 05.00 þann 07.07.2024. Það eru sjö aðilar vistaðir í fangaklefa þegar tölvupóstur þessi er ritaður.
Lögreglustöð 1 – Seltjarnarnes, Vesturbær, Miðbær og Austurbær
Ökumaður mældur á 147 km hraða þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Skýrsla rituð um málið þar sem ökumaður viðurkenndi ekki brot.
Tilkynnt um ofurölvi aðila sem var fluttur á lögreglustöð og sefur nú úr sér.
Ölvaður ökumaður veldur tjóni á umferðarmannvirki í vesturbænum. Ökumaðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem dregið var úr honum blóð og hann vistaður vegna rannsókn þessa máls.Ökumaður grunaður um akstur bifreiðar án ökuréttinda og einnig grunaður um að vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Ásamt ökumanni var einn farþegi og þeir báðir grunaðir um vörslu fíkniefna. Málið í rannsókn.
Aðili handtekinn í miðborginni fyrir óspektir á almannafæri, við öryggisleit fundust ætluð fíkniefni á aðilanum. Hann vistaður í fangaklefa þar til hann orðinn skýrsluhæfur.
Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, ekki staðinn að akstri. Hann vistaður í fangaklefa vegna rannsókn máls.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður og Garðabær
Lögregla rannsakar árekstur og af stungu þar sem tjónuð bifreið er skilin eftir í vegkanti. Málið í rannsókn.
Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Ökumaðurinn einnig grunaður um vörslu fíkniefna. Laus úr haldi lögreglu eftir blóðsýnatöku.
Ökumaður handtekinn vegna gruns um ölvunarakstur. Hann laus úr haldi lögreglu að sýnatöku lokinni.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur og Breiðholt
Tilkynning berst vegna aðila sem er að reyna að brjóta sér leið inn í sameign. Lögregla fer á vettvang og vísar aðilanum á brott eftir tiltal. Engar kröfur.
Tilkynning berst lögreglu um ,,sterka nálykt“ í íbúðarhverfi. Lögreglan fer á vettvang og rannsakar málið. Lögregla rekur lyktina að grenndargámi sem hafði ekki verið tæmdur lengi. Þetta var því sorplykt en ekki nálykt.
Lögregla rannsakar líkamsárás, einn aðili vistaður í fangaklefa.
Ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Laus eftir hefðbundið ferli.
Lögregla fer á veitingahús þar sem tilkynnt var um líkamsárás gegn fjórum aðilum. Gerendur voru farnir af vettvangi og málið nú í rannsókn.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær
Aðili slasast er hann ekur rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis. Aðilinn fluttur á Bráðamóttöku til aðhlynningar þar sem dregið var blóðsýni úr aðilanum v. rannsókn þessa máls.
Tilkynnt um tvo lausa hesta, lögregla sinnir.
Ökumaður handtekinn grunaður um ölvun.