Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir José M. Ferraz da Costa Almeida, 41 árs portúgölskum ríkisborgara sem gengur undir nafninu Marco Costa.
Ef einhverjir þekkja til Marco Costa, sem er 183 sm á hæð, eða vita hvar hann er að finna, eru hinir sömu vinsamlegast beðnir um að hringja í lögregluna í síma 112, en upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Marco Costa er jafnframt hvattur til að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík.
Umræða