,,Það er óhugnanlegt að fylgjast með því, með hvaða hætti lýðræðið er brotið á bak aftur“
Þegar fylgzt er með atburðarásinni á Bretlandi vegna BREXIT fer tæpast á mili mála hvað er að gerast.
Þar er hið svonefnda Djúpríki á ferð, sem í því tilviki er ósýnilegt bandalag embættismanna í Brussel og London, sem nýtur aðstoðar stjórnmálamanna úr öllum flokkum og sérhagsmunaafla til að koma í veg fyrir, að skýr vilji brezku þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu nái fram að ganga.
Það er óhugnanlegt að fylgjast með því, með hvaða hætti lýðræðið er brotið á bak aftur.
Hið sama hefur gerzt hér á Íslandi í eins konar örmynd í samanburði við Bretland vegna orkupakkans.
Hér er það embættismannakerfið í samvinnu við skoðanalausa og viljalausa stjórnmálamenn, sem koma við sögu, með hagsmunaaðila að bakhjarli.
Það er aðeins ein aðferð til sem dugar til þess að takast á við þessa nýju innri ógn í lýðræðisríkjum og hún er sú að afhjúpa Djúpríkið og leiða það fram í dagsljósið.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/09/06/gudni-th-johannesson-stadfesti-i-dag-thingsalyktun-og-log-um-thridja-orkupakkann/