,,Sjávarútvegurinn situr nú uppi með afleiðingarnar, aflatap og ónýtan stofn“
,,Hér er ný ræma frá Færeyjum. Hún er tekin við bryggju í Sörvogi og þar má sjá torfu af grindhoruðum þorski, sem er að leita sér að mat. Mikið hefur verið af svipuðum þorski upp við land víða í Færeyjum. Þetta er árangurinn af „geyma, veiða seinna“ stefnunni sem þeir eru farnir að stunda núna. (Eins og íslendingar hafa gert í yfir 30 ár án þess að stofninn hafi vaxið).
Eftir mörg léleg ár hefur fiskidögum verið fækkað úr 40 þús. 2004 í um 16 þús. í ár og grunnslóðarflotinn hefur minnkað um 60% á 8 árum. Svo gaus upp fiskur, þorskur og ýsa, sem fiskifræðingarnir sáu ekki fyrir, fiskidagagarnir löngu kláraðir og flotinn óhæfur að taka á móti fiskgengdinni.
Nú er fiskurinn búinn að éta sig út á gaddinn og er að horast upp og drepast. Sandsílið, sem mikið var af, uppétið og horfið.
Í stað þess að gefa veiðarnar frjálsar þegar vart var við smáfisk í miklu magni í fyrra, ráðlögðu fræðingarnir að friða hann og sjávarútvegurinn situr nú uppi með afleiðingarnar, aflatap og ónýtan stofn. En ráðgjafarnir halda vinnunni og nú er verið að verðlauna þá með nýju rannsóknaskipi!“
https://www.facebook.com/helgi.leonson/videos/1357766881054888/