Gagnreyndar aðferðir svo sem eins og CBT hafa sýnt mjög góðan árangur við áföllum, vanrækslu, ofbeldi, tilfinninga erfiðleikum, vanda í samböndum, streitufullu lífi, umbreytingum í lífinu (hætta að vinna, örorka o.fl) erfiðri hegðun og andleg veikindi og margt fleira. Fjallað er um málið á síðu samtakanna, Það er von.
,,Okkur langar að fjalla örstutt um ávinning samtalsmeðferðar fyrir einstaklinga og/eða fjölskyldur. Fylgjendur samtakana Það er Von eiga flestir ástvin (oft fleiri en einn) sem glímir við fíknisjúkdóm og/eða eru sjálfir að glíma við hinn miskunnarlausa fíknisjúkdóm.“
Það er Von hvetur bæði aðstandendur sem og þá sem eru að glíma við fíkn að leita sér faglegrar aðstoðar. Ástæðurnar eru ótal margar. Meðferðaraðili sem er í samstarfi við okkur tók saman góðar og gildar ástæður þar sem gagnreyndar aðferðir eru notaðar til samtalsmeðferðar.
Samtalsmeðferð hjálpar meðal annars: til við að uppræta samskiptavanda sem er mjög algengur í alkóhólískum fjölskyldum. Hjálpar til við að valdefla einstaklinga, hjálpar til við að fá skýra sýn yfir líf þitt, hjálpar til við að taka heilbrigðari ákvarðanir fyrir líf þitt, hjálpar til við að þróa aðferðir til að höndla betur álag sem oft fylgir því að vera í alkóhólískri fjölskyldu.
Í einstaklingsmeðferð skapast m.a rými til að ræða líðan, hugsanir og áhyggjur við óháðan aðila. Samtalsmeðferð getur einnig hjálpað til við að brjóta upp neikvæðan samskiptahring innan fjölskyldu, hjálpað til að brjóta upp svokallaða þríhyrninga innan fjölskyldu (þríhyrninga samskipti eru mjög algeng innan fjölskyldna þar sem meðvirkni þrífst). Hjálpar til við að brjóta á bak meðvirkni sem viðheldur oft fíkninni og óheilbrigðum munstrum.
Fólki hættir til að segja og hugsa „það lagar ekkert hjá mér þótt ég sitji og tali við einhvern meðferðaraðila útí bæ“. Þetta viðhorf er rangt því að rannsóknir hafa sýnt að það að sitja og ræða fortíð þína, nútíð í lífi þínu og framtíðina við fagaðila gerir það að verkum að þú lærir að þekkja sjálfan þig betur og byrjar að sýna þér mildi, umhyggju, minnkar sjálfsgagnrýni og neikvætt sjálfstal sem leiðir að sér bættari geðheilsu og líðan, betri samskiptafærni, betri svefn, lækkar blóðþrýsting, minnkar króníska verki, eykur á lífshamingju og þróar hæfni til að takast betur á við áskoranir lífsins og stressið sem því fylgir.
Gagnreyndar aðferðir svo sem eins og CBT hafa sýnt mjög góðan árangur við áföllum, vanrækslu, ofbeldi, tilfinninga erfiðleikum, vanda í samböndum, streitufullu lífi, umbreytingum í lífinu (hætta að vinna, örorka o.fl) erfiðri hegðun og andleg veikindi og margt fleira. Fram hefur komið í fjölda rannsóknum að gott meðferðarsamband á milli skjólstæðings og meðferðaraðila getur bætt andlega og líkamlega heilsu, hegðunar vanda, samskipta og sambands vanda.
Samtalsmeðferð getur gert það að verkum að líf þitt tekur algera U-beygju. Okkur hættir hins vegar til að skera við nögl þegar kemur að því að gera eitthvað fyrir okkur, sérstaklega við sem erum meðvirk. Settu þig í 1.sæti í fyrsta skipti í lífi þínu og byrjaðu andlegu vinnuna í dag, þú átt það besta skilið.