,,Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði. Í framhaldi þess hafa 8 íbúðarhús verið rýmd, annars vegar hús nr. 15, 17 og 18 við Hóla og hins vegar hús nr. 15,16,17,18 og 19 við Mýra.“ Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum.
Alls er um að ræða 28 íbúa sem þurfa þannig að yfirgefa húsin sín, tímabundið. RKÍ – deildin á Patreksfirði tekur á móti 10 af þessum íbúum en hinir ætla að halda til hjá vinum eða ættingjum annars staðar á Patreksfirði.
Töluverð úrkoma hefur verið á Vestfjörðum og skafrenningur undanfar klukkustundir. Veðurspáin gerir ráð fyrir því að veðrinu sloti þegar líður á kvöldið og er gert ráð fyrir góðu veðri á morgun og næstu daga.
Ofanflóðaeftirlit Veðurstofu Íslands fylgist áfram með aðstæðum og veðurspá og veitir lögreglunni og öðrum viðeigandi viðbragðsaðilum ráðgjöf.
Flestir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir og sömuleiðis eru margir vegir milli byggjakjarna ófærir. Hvatt er til þess að fylgst sé með upplýsingum sem berast á vef Vegagerðarinnar eða upplýsingasíma hennar, 1777. Þá er hlekkur hér á veðurspá Veðurstofu Íslands.