Hugleiðingar veðurfræðings
Suðvestan 5-13 m/s í dag, en heldur hvassara við suður- og suðvesturströndina. Éljagangur sunnan- og vestantil, frost yfirleitt á bilinu 1 til 8 stig. Vestan og norðvestan 10-18 seint í kvöld og þá fer að snjóa norðanlands.
Það lægir heldur á morgun og élin koðna niður. Á föstudag er útlit fyrir nokkuð hvassa suðlæga átt. Slydda eða rigning, en snjókoma fram eftir degi á Norður- og Austurlandi. Hlýnandi veður. Spá gerð: 08.02.2023 06:32. Gildir til: 09.02.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestanátt, víða 8-15 m/s og él en að mestu þurrt norðaustan- og austanlands. Frost 1 til 10 stig. Vestan og norðvestan 10-18 í kvöld og él norðan- og vestantil. Vestlæg átt 5-13 á morgun og dregur úr éljum, úrkomulítið síðdegis. Vaxandi suðaustanátt og snjókoma syðst seint annað kvöld. Frost 2 til 12 stig. Spá gerð: 08.02.2023 04:24. Gildir til: 09.02.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Sunnan og suðvestan 10-18 m/s, hvassast vestantil á landinu. Víða rigning en slydda eða snjókoma fram eftir morgni á Norður- og Austurlandi. Hlýnandi, hiti 2 til 6 stig síðdegis.
Á laugardag:
Sunnan 13-20 og talsverð rigning, en úrkomuminna norðaustanlands. Hiti 5 til 10 stig. Hvöss vestlæg átt með éljum og kólnandi veðri um kvöldið.
Á sunnudag:
Fremur hæg suðlæg átt og styttir upp, en slydda eða rigning sunnantil um kvöldið. Hiti kringum frostmark.
Á mánudag:
Sunnanátt með rigningu og hlýindum, en úrkomulítið norðaustantil á landinu.
Á þriðjudag:
Snýst í suðvestanátt með skúrum og síðar éljum sunnan- og vestanlands, en þurrt um landið norðaustanvert. Kólnandi.
Spá gerð: 08.02.2023 08:08. Gildir til: 15.02.2023 12:00.