Laxveiðimaðurinn og náttúruunnandinn Bubbi Morthens er mjög ósáttur við ferð atvinnuveganefndar til Noregs og segir nefndina fullkomnlega vanhæfa til þess að fjalla um fiskeldisfrumvarpið. Hann fjallar um málið á síðu sinni:
,,Atvinnuveganefndin sem er í dásamlegu ferðalagi í Noregi hefur skitið í brækurnar.
Nú liggur fyrir staðfesting hverjir skipulögðu „kynnisferð“ nefndarinnar til Noregs. Þar með er ljóst, að atvinnuveganefndin er búin að gera sig fullkomlega vanhæfa til umfjöllunar um fiskeldisfrumvarpið.
Fylgdarmennirnir frá norsku eldisfyrirtækjunum á Íslandi, sem nýbúnir eru að stinga miljörðum í vasann fyrir að hafa komið norsku eldisrisunum ókeypis inn í íslenska landhelgi, voru sem sagt samferðamenn og gæslumenn nefndarinnar.
Og um leið lítillækkar Kristján Júl. nefndina í heilu lagi með því að taka frumvarpið til 1. umræðu á Alþingi einmitt þá daga sem nefndin er í burtu.
Virðing Alþingis hefur verið í lægstu tölum og ekki skánar hún núna. „Kynnisferðin“ sér til þess. þetta er svo siðlaust og allar þessa valkyrjur í nefndinni eru Vestfirðingar og munu verja laxeldið með kjafti og klóm ein af þeim hefur opinberlega líst yfir stuðningi við eldið“ segir Bubbi Morthens um ferð atvinnuveganefndar til Noregs.