Stjórnvöld virðast ekki hafa frétt af þeirra vanda
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna vil ég ræða fátækar konur á Íslandi. Þær sem eru á lágmarkslaununum búa við kröpp kjör eins og við vitum og þær sem þurfa að treysta á greiðslur Tryggingastofnunar eru í enn verri málum.
Um 70% lífeyrisþega sem búa við lökust kjörin eru konur sem voru í hlutastörfum eða heimavinnandi á árum áður. Meðal þeirra sem eru allra verst staddar eru konur af erlendum uppruna. Þessi hópur kvenna hefur unnið sér inn lítil eða engin réttindi til greiðslna úr lífeyrissjóðum og þær hafa mjög takmörkuð efni og úrræði sér til framfærslu.
Stjórnvöld virðast ekki hafa frétt af þeirra vanda. Þau bregðast alla vega ekki við vandanum.
Bil á milli þeirra fátæku og ríku breikkar vegna aðgerðaleysis stjórnvalda sem segja eitt í ræðum á dögum sem þessum, en ákveða annað með fjárlögum.
Umræða