Af 55 smitum eru tíu innlend
Sex ný smit af kórónuveirunni COVID-19 hafa greinst síðan í gær og þar af eru Þrjú þeirra innlend og má rekja þau til einstaklinga sem voru á skilgreindum hættusvæðum erlendis.
Fjöldi smitaðra á Íslandi er nú 55 einstaklingar og um er að ræða tíu innanlandssmit samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum.
Smitin eru rakin til fólks sem voru í skíðaferðum á Norður-Ítalíu eða Austurríki. Eitt smit kom upp í einstaklingi kom úr ferðalagi um Asíu en það var staðfest á blaðamannafundi almannavarna vegna kórónuveirunnuar í dag.
Umræða