Ríkið greiðir með fiskveiðum
Nefndinni hafa borist svör frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu við fyrirspurn um árlegan heildarkostnað ríkissjóðs við eftirlit með fiskveiðum o.fl. Til viðbótar komu svör vegna kostnaðar eftirlits Landhelgisgæslunnar með fiskveiðum frá dómsmálaráðuneytinu.
Kostnaður landhelgisgæslunnar er um 1,6 milljarður á ári. Meðalkostnaður Hafró, Matís, Fiskistofu, verðlagsstofu skiptaverðs, alþjóðasamvinnu, skrifstofu fiskveiðistjórnunar og MAST er um 5,5 milljarðar á ári undanfarin 5 ár (2015 – 2020)
Samtals kostar eftirlit með fiskveiðum því um 7 milljarða á ári.
Veiðigjaldið 2021 á að vera um 7,5 milljarðar. Í fyrra var það 4,8 milljarðar.
.
Lög um veiðigjald eru með skýrt markmið
„1. gr. Markmið. Veiðigjald er lagt á í þeim tilgangi að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu og til að tryggja þjóðinni í heild beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar á nytjastofnum sjávar.“
Árið 2020 greiddi ríkið því með fiskveiðum upp á um 1,4 milljarða. í ár fær ríkið um 500 milljónir í sinn hlut.
Samtals á árunum 2015 – 2020 hefur ríkissjóður því verið að fá rétt rúma 2 milljarða eða svo sem sinn hlut, eftir kostnað. Á sama tíma er útgerðin að fá tæplega 200 milljarða í arð: „Alls nemur hagnaður fyrirtækjanna 197 milljörðum króna á fimm ára tímabili, frá byrjun árs 2015 og út síðasta ár. “ (hér vantar 2020 meira að segja)
–
Hvernig skipting er þetta á arði af auðlindinni? Eftir kostnað fær ríkið 2 milljarða en útgerðin 200?
Samfélagið fær 1% … Eitt prósent.
Umræða