Brot 492 ökumanna voru mynduð á höfuðborgarsvæðinu
Brot 339 ökumanna voru mynduð á Miklubraut í Reykjavík frá mánudeginum 3. mars til föstudagsins 7. mars. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Miklubraut í vesturátt, á gatnamótum við Grensásveg. Á fjórum sólarhringum fóru 22.234 ökutæki þessa akstursleið og því óku hlutfallslega fáir ökumenn of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 79 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 117. Níu ökutækjum var ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili.
Brot 100 ökumanna voru mynduð á Arnarnesvegi í Kópavogi í gær.
Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Arnarnesveg í austurátt, að Salavegi. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 354 ökutæki þessa akstursleið og því ók meira en fjórðungur ökumanna, eða 28%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 64 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 79.
Brot 31 ökumanns var myndað á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Reykjanesbraut í suðurátt, við Hvassahraun. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 303 ökutæki þessa akstursleið og því óku allnokkrir ökumenn, eða 10%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 108 km/klst en þarna er 90 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 123.
Brot 13 ökumanna voru mynduð á Barónsstíg í Reykjavík. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Barónsstíg í suðurátt, að Fjölnisvegi. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 98 ökutæki þessa akstursleið og því óku allnokkrir ökumenn, eða 13%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 41 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 48.
Brot 9 ökumanna voru mynduð á Vesturgötu í Hafnarfirði. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Vesturgötu í austurátt, við Norðurbakka 5-7. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fór 121 ökutæki þessa akstursleið og því óku nokkrir ökumenn, eða 7%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 43 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 51.
Vöktun lögreglunnar er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu.