-3.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 8. febrúar 2023
Auglýsing

Hard Wok Cafe – Austurlensk áhrif á Norðurlandi

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Matgæðingar Fréttatímans voru á ferðinni á Norðurlandi á dögunum og komu við á veitingastaðnum Hard Wok Cafe, á Sauðárkróki. Við komum að kvöldi til á veitingastaðinn en áður höfðum við skoðað heimasíðuna og facebook síðu veitingahússins sem lofaði góðu.

Þegar við komum á staðinn, var fólk við nálægt borð sem ræddi aðeins við okkur og lét vel af veitingum staðarins og þjónustunni.

Við fengum einnig fínt borð við gluggann og höfðum útsýni út á götuna, kyrrð og ró var að sjá út um gluggann og lítil umferð á götunni. Þetta er veitingahús með sál, húsið snyrtilegt að innan sem utan og við ákváðum þarna við borðið að upplýsa lesendur um þennan góða valkost. Þægilegt umhverfi, topp þjónusta og maturinn upp á tíu. 

Það var erfitt að velja réttina þar sem matseðillinn var veglegur og ekki gott að gera upp á milli rétta.

Það varð á endanum niðurstaðan að panta fisk sem er á matseðlinum og pizzu og meðlæti.

Það er skemmst frá því að segja að fiskurinn var gríðalega góður, hráefnið glænýtt úr hafinu. Fyrsta flokks hráefni og matreiðslan upp á tíu, það sama átti við um pizzuna sem var svo vel úti látin að við þurftum að fá að taka góðan hluta hennar með.

Staðurinn er með veitingar fyrir alla fjölskylduna og með eitthvað fyrir alla og pottþétt að við eigum eftir að kíkja við með fjölskyldurnar síðar á ferð um Norðurland.

Á heimasíðu veitingastaðarins segir ,,Hard Wok Cafe leggur sig fram við að elda góðan mat úr fersku hráefni undir Austurlenskum áhrifum. Við bjóðum líka upp á ekta Ítalskar Pizzur, mexikóskan mat og geggjaða hamborgara.“

Veitingamaðurinn og eigandinn, Árni Björn Björnsson var á staðnum og við spurðum hann aðeins um Hard Wok Cafe.

,,Ég stofnaði veitingahúsið hér á Sauðárkróki og það hefur bara gengið vel, ég hef reynslu af rekstri veitingahúsa en ég var með rekstur bæði í Grindavík og á Hofsósi á árum áður.

Árni Björn segir að bæjarbúar hafi tekið veitingastaðnum vel og haldi tryggð við staðinn, þá séu viðskiptavinir um allan Skagafjörð sem komi reglulega. ,,Fólk kemur hingað, út að borða, frá Ólafsfirði, Dalvík, Siglufirði, Hofsósi og Fljótum. Sumir koma lengra að og svo eru auðvitað ferðamenn sem koma hér við á ferð sinni um landið.“

Í eftirrétt fengum við alveg hrikalega góðan ís sem Árni Björn bjó til fyrir okkur á staðnum en hann er með ísvél á staðnum sem á sér merkilega sögu, en hann hefur um árabil verið mikill áhugamaður um framleiðslu á ís. Bragðið var ólýsanlegt og ef þessi ís færi á markað hér fyrir sunnan, þá væri slegist um hann. Við þökkuðum fyrir okkur og munum svo ferðast innanlands í sumar og koma við á Hard Wok Cafe.