Ljósmæður kolfelldu kjarasamning við ríkið með 70% atkvæða
Ljósmæður kolfelldu kjarasamning við ríkið. Hátt í 70% greiddu atkvæði á móti samningnum. Formaður samninganefndar ljósmæðra segir að nefndin hafi strax fundið fyrir ónánægju félagsmanna með samninginn sem skrifað var undir 29. maí, þá höfðu samningar verið lausir í níu mánuði.
Skv. frétt sem kemur fram á RÚV í dagm þá var atkvæðagreiðslu um samninginn lokið á miðnætti í gær en hafði þá staðið í eina viku. Kjörsóknin var 87% og 70% þeirra greiddu atkvæði á móti. 3,3% skiluðu auðu.
Ljósmæður hafa verið samningslausar í níu mánuði. Á þriðja tug ljósmæðra sögðu upp í kjölfar launadeilunnar. Engin hefur dregið uppsögnina til baka og ekki er ólíklegt að fleiri segi upp í kjölfar þess að samningurinn var felldur. Að óbreyttu taka uppsagnir 19 þeirra gildi fyrsta júlí og hinna fyrsta ágúst.
Tengdar fréttir :
https://gamli.frettatiminn.is/2018/04/12/thingmenn-fa-45-haekkun-vinstri-stjornin-lysir-yfir-omoguleika-launahaekkun-ljosmaedra/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/04/11/omoguleiki-ad-haekka-laun-ljosmaedra-myndi-setja-fordaemi-kjaravidraedum/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/03/31/medan-samninganefnd-rikisins-sefur-sefur-verdinum/