Kæru vinir – jafnaðarmönnum fjölgar!

Oddvitar tveggja flokka, í Bæjarlistanum og Miðflokknum í Hafnarfirði, frá kosningunum 14.maí síðastliðnum, hafa nú gengið til liðs við okkur jafnaðarmenn í bænum. Sigurður Pétur Sigmundsson og Sigurður Þ. Ragnarsson eru gengnir í okkar raðir í Samfylkingunni. Og þeir ganga til verka og trúnaðarstarfa í íþrótta – og menningarmálum fyrir okkar hönd.
Þessi tveir flokkar fengu tæp þúsund atkvæði samtals (4,3% og 2,8%) í maí kosningunum til viðbótar við 3800 (29%) atkvæði jafnaðarmanna,, X-S. Þetta eru öflugir liðsmenn og drengir góðir og ég býð þá hjartanlega velkomna og þeirra fólk í baráttu fyrir betri bæ. Jafnaðarmenn eru sannarlega mættir til leiks.
Discussion about this post