Hún á 10.000 krónur til að lifa á eftir að hafa borgað leiguna!
„Eftir nærri 30 ára starfsreynslu fæ ég rétt um 250.000 kr. útborgað eftir 7 tíma vinnudag. Af því borga ég 240.000 kr. í leigu!” Þetta sagði kona sem byrjaði að vinna á leikskóla 17 ára gömul og starfar nú á leikskólanum Múlaborg sem Sólveig Anna og Ragnar Ólason heimsóttu. Hún á 10.000 krónur til að lifa á eftir að hafa borgað leiguna!
,,Þetta er ekki bara veruleiki þessarar konu. Þetta er veruleiki flestra þeirra sem halda uppi leikskólum borgarinnar.
Starfsfólks sem vinnur undir gríðarlegu andlegu og líkamlegu álagi, þar sem mannekla er stórt vandamál og veikindi tíð.
Þetta er veruleiki þeirra sem bera ábyrgð á við fá önnur störf og fá fyrir það lægstu laun sem bjóðast á íslenskum vinnumarkaði.“ Segir á vef Eflingar.
Samfélagið stólar á þetta fólk að þau vakni á morgnanna og mæti til vinnu. Hvað verður um samfélagið okkar ef þessi mikilvægi starfskraftur ákveður að mæta bara ekki í vinnuna einn daginn? Láta ekki lengur bjóða sér þá kúgun sem kjör þeirra og starfsaðstæður sannarlega eru.
Hvað verður um jafnréttið sem við státum okkur af og börnin sem við höldum fram að sé það mikilvægasta, en setjum samt alltaf neðst á forgangslistann. Hvað með blessaðan hagvöxtinn sem fær alltaf að tróna efst á sama forgangslista, þó svo að leikskólastarfsfólkinu sé sagt að efnisleg gæði skipti ekki máli; þau séu að vinna vinnu sem ekki verði metin til fjár. Hvernig snúast hin svokölluðu hjól atvinnulífsins án þeirra vinnuframlags?
250.000 kr. er upphæðin sem þeir sem völdin hafa innan borgarinnar ákveða að nægi fyrir starfsfólk leikskólanna; fólkið sem gerir þeim sjálfum kleift að stunda sína vinnu og skammta sér fyrir það margfalt hærri upphæðir. Þeirra vinna er svo sannarega metin til fjár.
Á fundinum á Múlaborg leyfðum við huganum að reika í augnablik og ímynda okkur hvað myndi gerast fyrir íslenskt samfélag ef starfsfólk leikskólanna mætti bara alls ekki til vinnu einn daginn.
Leikskólastarfið er svo sannarlega grundvallarstarfsgrein í íslensku samfélagi. Starfsfólk leikskólanna hefur fengið nóg af niðrandi framkomu í sinn garð. Þeim er misboðið og krefjast þess að starf þeirra sé metið að verðleikum – og til fjár, eins og almennt gildir um vinnu í okkar ríka samfélagi.“
https://gamli.frettatiminn.is/efling-bydur-tveggja-daga-verkfallshle-gegn-stadfestingu-a-kastljosstilbodinu/
VEIÐIGJÖLD 2020, LÆKKA UM 30% – 6,5 milljarðar króna lækkun
https://gamli.frettatiminn.is/veidigjold-2020-laekka-um-30-65-milljardar-krona-laekkun-fra-2018/