30. október síðastliðin var aðalfundur Ungra Pírata haldinn. Í stjórn voru kjörin Ásgrímur Gunnarsson, Hekla Rist, Hjalti Björn, Hrefna Árnadóttir, Huginn Þór Jóhannsson, Kolka Rist, Michael Joseph Ericson, Stefán Atli Rúnarsson og Tinna Helgadóttir Hrefna Árnadóttir var kjörin forseti og Huginn Þór Jóhannsson fráfarandi forseti var kjörinn varaforseti.
Ungir Píratar eru ungliðahreyfing innan raða Pírata þar sem ungt fólk stígur oft sín fyrstu skref í stjórnmálum. Gott dæmi er Dóra Björt Guðjónsdóttir sem er fyrrverandi formaður Ungra Pírata 2016 og er núna fulltrúi Pírata í borgarstjórn Reykjavíkurborgar.
Ungir Píratar stefna á að halda viðburði til þess að kynna sitt starf reglulega á tímabilinu 2021-2022. Fráfarandi stjórn hélt stafræna viðburði þar sem þau spiluðu tölvuleikina Minecraft og Among Us í beinni útsendingu og með áhugasömum.
Umræða