Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024. Markmiðið með stuðningnum er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði.
Styrkur til einstakra nýliða getur numið allt að 20% af fjárfestingakostnaði, þó að hámarki níu milljónir króna. Heimilt er að veita stuðning til sömu fjárfestingar í allt að þrjú ár eða þar til hámarki er náð.
Fjöldi gildra umsókna voru 95, þar af 47 frumumsóknir og 48 framhaldsumsóknir. Þetta er mesti fjöldi umsókna frá upphafi en nýliðunarstuðningur var fyrst veittur árið 2017. Til úthlutunar nú voru kr. 171,5 milljónir króna.
Þeir nýliðar sem fengu stuðning koma að rekstri 75 búa, þar af eru 28 þar sem nautgriparækt er aðalbúgrein, 27 sauðfjárbú, 5 garðyrkjubýli, 5 hrossabú og 10 bú með blandaðan búrekstur ýmissa búgreina.
Umræða