Hér er það helsta úr dagbók lögreglu klukkan 17:00 til klukkan 05:00. Þegar þetta er ritað gista 5 aðilar fangaklefa. Alls eru 74 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Ásamt neðangreindu sinnti lögregla almennu eftirliti og ýmsum aðstoðarbeiðnum. Listinn er því ekki tæmandi.
- Lögreglustöð 1
- Lögreglan stöðvaði 8 bifreiðar þar sem búið var að skreyta bifreiðarnar með jólaseríu ofl. Bifreiðarnar boðaðar í skoðun.
- Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíknefna og/eða áfengis. Ökumaður lausi eftir blóð sýnatöku.
- Lögregla var með ölvunarpóst á Bústaðarvegi og voru 200 ökumenn látnir blása. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir ölvunar akstur og nokkrum gert að hætta akstri. Einnig var lögregla með ölvunarpóst við Háskólabíó og voru 150 ökumenn látnir blása. Einum var gert að hætta akstri.
- Minniháttar tilkynningar, aðstoð við borgarana.
Lögreglustöð 2
- Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíknefna og/eða áfengis. Einnig var ökumaður sviptur ökuréttindum. Ökumaður lausi eftir blóð sýnatöku.
- Þriggja bíla árekstur var í hverfi 210, Ekki voru nein slys á fólki.
- Minniháttar tilkynningar, aðstoð við borgarana
Lögreglustöð 3
- Tilkynnt um þjófnað og eignarspjöll í hverfi 201. Aðili handtekinn á vettvangi grunaður um verknaðinn og hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsin5.
- Minniháttar tilkynningar, aðstoð við borgarana
- Lögreglustöð 4
Tveir ökumenn stöðvaðir í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Ökumennirnir lausir eftir blóð sýnatöku.
- Minniháttar tilkynningar, aðstoð við borgarana
Umræða