Hér er það helsta úr dagbók lögreglu frá klukkan 17:00 til klukkan 05:00. Þegar þetta er ritað gista tveir í fangageymslu lögreglu. Alls eru 50 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Listinn er ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes:
- Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Laus eftir hefðbundið ferli.
- Þá var ökumaður stöðvaður fyrir að tala í farsíma við akstur og í ljós kom að hann var sviptur ökuréttindum og gat því ekki haldið áfram akstri.
- Lögregla kölluð til vegna þjófnaðar í verslun. Leyst á vettvangi með vettangsskýrslu.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
Ökumaður stöðvaður grunaður um of hraðan akstur en hann ók á 157km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Ökumaður var fluttur á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða en við brotinu liggur 3 mánaða svipting ökuréttinda auk fjársektar.
Lögregla kölluð til vegna þjófnaðar í verslun. Leyst á vettvangi með vettangsskýrslu.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:
Lögregla gefur ökumanni á stolinn bifreið stöðvunarmerki en ökumaður sinnir þeim ekki og ekur áleiðis í átt að Hveragerði. Lögregla hóf þá eftirför sem endaði á að bifreiðin var stöðvuð í Kömbunum með aðstoð lögreglumanna af suðurlandi. Tveir aðilar handteknir í bifreiðinni og vistaðir í þágu rannsóknar málsins.

