Hugleiðingar veðurfræðings
Næstu daga verða suðlægar áttir sem koma með mildu lofti. Spáð er vætusömu veðri víða um land, en lengst af þurrt norðaustanlands.
Í dag verður sunnan 8-15 m/s, en 15-20 m/s í vindstrengjum á norðvestanverðu landinu. Það gæti verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Vegna vinds eru gular viðvaranir í gildi fyrir Breiðafjörð, Vestfirðir og miðhálendið. Rigning með köflum á sunnan- og suðvestanverðu landinu, en slydda eða snjókoma norðvestantil í fyrstu. Þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hlýnandi veður, hiti 4 til 7 stig seinnipartinn.
Rigning eða súld með köflum sunnan- og vestanlands á morgun, en þurrt að mestu á Norðausturlandi. Dregur aðeins úr vindi síðdegis, sunnan 8-15 m/s annað kvöld, hvassast norðantil. Áfram milt, hiti 4 til 8 stig.
Áfram minnkandi vindur á þriðjudag, suðlæg átt 5-13 m/s síðdegis. Rigning eða súld öðru hverju sunnan- og vestanlands, en bjart með köflum norðaustantil. Hiti 3 til 7 stig, en kólnar fyrir norðan og austan seinnipartinn. Spá gerð: 09.02.2025 05:40. Gildir til: 10.02.2025 00:00.
-
Gul viðvörun vegna veðurs: Breiðafjörður, Vestfirðir, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra Meira
Veðurhorfur á landinu
Sunnan 8-15 m/s, en 15-20 í vindstrengjum á norðvestanverðu landinu. Rigning víða um land, talsverð eða mikil við Breiðafjöð, en úrkomulítið norðaustanlands. Hlýnandi veður, hiti 4 til 8 stig seinnipartinn.
Sunnan 10-18 m/s á morgun og rigning eða súld með köflum og áfram svipaður hiti, en léttskýjað á Norðausturlandi. Dregur úr vindi annað kvöld.
Spá gerð: 09.02.2025 10:41. Gildir til: 11.02.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Austlæg átt, 5-13 m/s, lítilsháttar rigning eða súld og 5 stiga hiti á sunnanverðu landinu, en bjart og hiti nálægt frostmarki fyrir norðan.
Á miðvikudag:
Austan- og suðaustan 10-15 m/s og víða rigning eða súld, einkum suðaustantil, en hægara og lengst af þurrt fyrir norðan. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.
Á fimmtudag og föstudag:
Ákveðin austlæg átt og rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið fyrir norðan. Frostlaust syðst, en annars nálægt frostmarki.
Á laugardag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt, lítilsháttar vætu syðst, en annars þurrt að kalla og heldur kólnandi veður.
Spá gerð: 09.02.2025 07:43. Gildir til: 16.02.2025 12:00.