,,Já við vorum í Leirvogsá í dag og það var kalt og enginn fiskur“ sagði Óli G. Guðmundsson í gærkveldi en hann var á ísköldum árbökkum Leirvogsár en vorveiðin byrjaði þar 1. apríl. Og hefur víst gengið rólegra en útiveran er góð en skítköld þessa dagana í veiðinni.
,,Það var bara svo mikið ísrek að við komum flugunni ekki niður og svo hvasst á bílastæðinu í neðri gljúfrum að það felldi menn um koll, bara svakalegt. Þetta var bara fjör, Ytri Rangá eftir tvo daga og svo Kárastaðir í næstu viku. Fórum í hléinu á Þingvelli á Kárastaði til að skoða aðeins og það var allt á ís í Vatnskotinu. En Ytri næst“ sagði Ólafur, og það er aðeins að hlýna eftir veiðitúrinn í Leirvogsá.
Það er ekki á færi nema hörkutóla að standa í veiði núna þegar er 5 til 7 stiga frost og rok í þokkabót.
Mynd. Kuldalegasta mynd tímabilsins en tignarlega, Helguhylur og gilið framundan.