Fréttatíminn greindi fyrstur frá því að eitthvað væri að varðandi drykkjarvatn úr krönum í Hveragerði. Hundruðir Hvergerðinga hafa haft miklar áhyggjur af vatninu og gæðum þess. Margir ráðlögðu fólki að drekka það alls ekki og aðrir ráðlögðu að best væri að sjóða vatnið áður en þess væri neytt.
Þann 25 mars heyrðum við í íbúa í Hveragerði sem óttaðist að neysluvatnið í Hveragerði kynni að vera mengað; ,,Ég óttast ennþá að vatnið sé mengað en engar niðurstöður hafa borist nema að mjög litlu leiti varðandi rannsóknir á vatninu“
,,Ég verð mjög mikið var við að það þorir engin að benda á að það gæti verið olía eða gas í vatninu. Hvort þetta sé út af mögulegum jarðhræringum eða væntanlegu gosi, veit ég ekki um. Það þarf hins vegar að rannsaka þetta og óboðlegt að fólk verði hugsanlega veikt sem er að neyta vatns í Hveragerði.
Sjálfur er ég farinn að kaupa vatn á brúsum, því ég tel ekki óhætt að drekka vatn úr krana. Mér brá í brún þegar ég sá frétt á vef Hveragerðis um dauða laxa í Varmá og vona að það tengist ekki vatnsmálunum hér. En fréttin er eftirfarandi:
,,Tilkynningar um dauðann fisk í Varmá
Tilkynningar um dauðann fisk í Varmá, bárust bæjaryfirvöldum eftir hádegi í dag, 3. Apríl. Bæjarstarfsmenn athuga nú málið. Búið er að tilkynna Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um málið og óskað eftir sýnatöku. Aðrar viðeigandi stofnanir hafa verið upplýstar um málið.
“ Segir íbúi í Hveragerði og bendir jafnframt á að á facebook vef bæjarbúa séu margir að kvarta undan olíubragði af vatninu og mikið sé um veikindi í Hveragerði.“
Fjölmargir íbúar tjáðu sig um málið og staðfestu að vatnið væri slæmt og kvarta ennþá yfir því en í millitíðinni kom tilkynning frá bæjarstjóra Hveragerðis vegna fréttar Fréttatímans.
Þar segir m.a. ; ,,Heilbrigðiseftirlitið hefur tekið fjölmörg sýni á svæðinu og eins og staðan er í dag, miðað við fyrstu upplýsingar frá heilbrigðiseftirlitinu, er að ekki mælast kólí/ecolí í neysluvatninu. Svo kom tilkynning þann fyrsta apríl sem segir. ,,Niðurstöður frá sýnatökum heilbrigðiseftirlitsins (HSL) frá því á föstudag, sem komu í hús í dag, gefa til kynna að gildi sem hafa mælst við sýnatökur og takmarkað gæði vatnsins, eru á hraðri niðurleið. Það eru góðar fréttir.
Þau gildi gefa vísbendingar um að hreyfing hafi komist á jarðveginn í kringum framkvæmdir við nýja borholu í þar síðustu viku og haft áhrif á gæði vatnsins, eins og kom fram í tilkynningu frá HSL á föstudaginn og birt var á heimasíðu bæjarins. Þar sagði; Niðurstöður úr sýnatökum sem bárust fyrr í dag benda til að lyktar- og bragðgallar vatnsins orsakist af mengun úr jarðvegi. Mögulega hafi borun nýrrar neysluvatnsborholu á svæðinu komið hreyfingu á jarðveginn og orsakað skert gæði neysluvatns en ekki öryggi. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ítrekar að vatnið er ekki talið heilsuspillandi þrátt fyrir að gæði þess séu ekki viðunandi.
Á þessum stigum hefur eftirlitið ekkert í hendi um að vatnið sé óneysluhæft út frá gerlafræðilegum viðmiðum. Beðið er eftir niðurstöðum/ fyrstu vísbendingum úr öðrum sýnum. Þær niðurstöður verða birtar hér á heimasíðunni. Lykt af vatninu er staðfest af heilbrigðiseftirlitinu. Þá mælist lækkað ph gildi í vatninu, innan marka, en það gefur ríkt tilefni til að rannsaka málið þar til orsökin er ljós.“
Íbúar eru enn margir hverjir ósáttir við að endanleg svör hafi ekki borist varðandi rannsóknir á vatninu og kjósa að kaupa vatn eða nálgast það í öðrum byggðarlögum. Í nýlegri tilkynningu frá Hveragerðisbæ segir, ,,Þá er komin rannsókn / gasgreining Veitna á sýni sem tekið var í miðvikudaginn í síðustu viku sem sýnir að engin olíuefni né rokgjörn lífræn efni eru í sýninu, hvorki í vatns né loftfasa.
Þá er von á niðurstöðum úr heildarefnagreiningu sem send var út til Svíþjóðar í síðustu viku.“
Staða mála hjá Vatnsveitu Hveragerðis – Tilkynning frá Hveragerðisbæ
Vatnið uppselt í Hveragerði – Fólk nær í vatn í öðrum byggðalögum