• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 31. ágúst 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Námskeið fyrir foreldra um uppeldi og nám

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar ásamt þjálfurum Invest in Play og leiðbeinendum sem taka þátt í þjálfuninni á Akranesi

Námskeið fyrir foreldra um uppeldi og nám

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
9. ágúst 2024
in Fréttir, Innlent
A A
0
Akranes er fyrsta sveitarfélagið til að bjóða upp á foreldranámskeið á vegum þróunarverkefnisins Föruneyti barna – samstarf um stuðning við uppeldi og nám. Þessa dagana hljóta 25 leiðbeinendur frá Akranesi og víðar þjálfun í að halda námskeiðin. Markmið námskeiða er að valdefla foreldra í uppeldishlutverki sínu og efla þjónustu við börn og foreldra. Stefnt er að því að hafa þau aðgengileg í sem flestum leik- og grunnskólum landsins.

Þróunarverkefnið var sett af stað af mennta- og barnamálaráðherra í febrúar í fyrra í samstarfi við Háskóla Íslands. Árangur verður metinn með rannsókn á áhrifum þess á börn og foreldra en einnig mögulegum hagrænum áhrifum. Foreldrafræðsla er liður í grunnþjónustu sem á að vera aðgengileg öllum börnum og foreldrum í anda löggjafar um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

„Það er fagnaðarefni að sjá ný námskeið um foreldrafærni líta dagsins ljós á Akranesi. Ef þau gefa jafn góða raun hér á landi og erlendis þá þurfum við að setja fullan kraft í að koma þessu af stað sem víðast. Mikilvægt er að brúa bilið milli aðstandenda barna og skóla og styðja við foreldra í uppeldishlutverki sínu. Það er ein arðbærasta fjárfesting sem hægt er að ráðast í,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.

Unnið hefur verið að þróun og útfærslu námskeiðanna í samstarfi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Akraneskaupstaðar og mennta- og barnamálaráðuneytisins. Ákveðið var að styðjast við fræðsluefnið Tengjumst í leik (e. Invest in Play) en það byggir á leiðum sem efla sjálfsöryggi, meðvitund, sjálfstjórn og samskiptafærni foreldra. Áhersla er lögð á jákvæð samskipti og samveru foreldra og barna í leik. Rannsóknir hafa sýnt að það eflir sjálfstraust barna, tilfinningalæsi og félags- og námsfærni. Efnið byggir á gagnreyndum aðferðum og þátttöku í alþjóðlegum rannsóknarhópi.

Íslensk myndbönd hafa verið gerð til notkunar á námskeiðum fyrir foreldra og námsefnið þýtt á íslensku.

Fyrsta þjálfunarnámskeið leiðbeinenda innan leik- og grunnskóla á sér stað á Akranesi í þessari viku undir leiðsögn Caroline White og Siri Gammelsæter frá Invest in Play. Í kjölfarið verður foreldrum barna á Akranesi boðin þátttaka í foreldranámskeiðum þeim að kostnaðarlausu.

  • Kynning á verkefninu Föruneyti barna – samstarf um stuðning við uppeldi og nám
Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • ,,Einn mesti glæpamaður sögunnar hverfur brátt af sviðinu“

    ,,Einn mesti glæpamaður sögunnar hverfur brátt af sviðinu“

    24 deilingar
    Share 10 Tweet 6
  • Áskrifandi að kvóta og leigir fyrir milljónir af sundlaugabar í sólarlöndum

    57 deilingar
    Share 23 Tweet 14
  • Tuttugu starfsmönnum Play sagt upp

    4 deilingar
    Share 2 Tweet 1
  • Vindorkan hefur eyðilagt landið

    10 deilingar
    Share 4 Tweet 3
  • Leigja frá sér á 500.000 kr. en greiða sjálfir 26.000 kr.

    167 deilingar
    Share 67 Tweet 42
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?