Vegna andláts Englandsdrottningar hefur öllum leikjum í ensku úrvalsdeildinni verið frestað. Því hefur verið ákveðið að búa til nýjan getraunaseðil fyrir laugardaginn og fella getraunaseðilinn með ensku leikjunum úr gildi.
Þeir tipparar sem tippuðu fyrr í vikunni á seðilinn sem felldur hefur verið úr gildi, fá ágiskun sína endurgreidda á spilareikning sinn og þeir sem hafa keypt getraunaseðil á sölustöðum fyrr í vikunni, fá hann endurgreiddan í næstu viku, á sölustað eða hjá Íslenskum getraunum, Engjavegi 6.
Umræða