Hugleiðingar veðurfræðings
Strekkings norðanátt með rigningu á Norður- og Austurlandi og slyddu eða snjókomu til fjalla, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Kalt í veðri. Það bætir í vind og úrkomu í dag og útlit fyrir að færð geti spillst á fjallvegum fyrir norðan í kvöld og nótt. Viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir daginn í dag og á morgun.
Norðanáttin fer ekki að ganga niður fyrr en annað kvöld hér vestanlands, en það lægir ekki almennilega fyrir austan fyrr en á föstudag. Hins vegar mun draga mikið úr úrkomunni á Norður- og Austurlandi annað kvöld, en hún verður í formi élja eða skúra norðaustanlands á miðvikudag. Spá gerð: 09.09.2024 06:39. Gildir til: 10.09.2024 00:00.
Appelsínugul viðvörun vegna veðurs: Norðurland eystra og Strandir og norðurland vestra Meira
Gul viðvörun vegna veðurs: Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra Meira
Veðurhorfur á landinu
Norðan 8-15 m/s og rigning á Norður- og Austurlandi og slydda eða snjókoma til fjalla, en bjart með köflum sunnan heiða. Hvessir í kvöld og bætir í úrkomu fyrir norðan. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast syðst.
Norðan og norðvestan 10-18 m/s á morgun, en snarpir vindstrengir við fjöll sunnantil. Talsverð rigning eða slydda á Norður- og Austurlandi, en annars skýjað með köflum. Dregur úr vindi vestanlands og úrkomu á Norðvesturlandi um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 09.09.2024 10:51. Gildir til: 11.09.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðan 10-15 m/s og skúrir eða él norðaustan- og austanlands, en annars hægari og yfirleitt léttskýjað. Hiti 2 til 11 stig, svalast norðaustantil. Víða næturfrost inn til landsins.
Á fimmtudag:
Vestlæg átt 3-8 m/s, en norðvestan 10-15 við norðausturströndina. Víða bjart, en lítilsháttar væta vestanlands. Hiti 3 til 11 stig að deginum, hlýjast syðst.
Á föstudag:
Breytileg átt 5-10 m/s og bjartviðri, en minnkandi norðvestanátt norðaustantil og stöku skúr. Vaxandi austanátt og þykknar upp sunnanlands um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Norðaustlæg átt og rigning, en lengst af þurrt á Vesturlandi.
Á sunnudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með rigningu eða slyddu, en bjartviðri sunnantil.
Spá gerð: 09.09.2024 08:44. Gildir til: 16.09.2024 12:00.