-0.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 7. febrúar 2023
Auglýsing

Covid-19: Europol og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vara við eftirlíkingum af bóluefnum

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 

Í kjölfar jákvæðra frétta af þróun bóluefna gegn SARS-CoV-2 veirunni gaf Europol út viðvörun til aðildarríkja sinna vegna upplýsinga um að skipulagðir brotahópar nýti sér tækifærið til að búa til og selja önnur efni en eru auglýst sem bóluefni.

Nýleg dæmi er að finna á djúpnetinu svokallaða, það er að efni merkt þekktum lyfjaframleiðendum hafi verið auglýst sem bólusetningarefni.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra varar við því að kaupa efni sem í besta falli veita falska vörn og vinna gegn markmiðum yfirvalda við að ná faraldrinum niður og í versta falli geta verið hættuleg heilsu fólks.