Fjórir eru látnir og eins er saknað eftir að kröftug alda hreif með sér hóp fólks úr vinsælli náttúrulaug sem stendur við grýtta strönd á eyjunni Tenerife. Tveir hinna látnu voru frá Rúmeníu og tveir frá Slóvakíu.
Viðbragðsaðilar endurheimtu lík þriggja úr sjónum á sunnudag í stórri björgunaraðgerð. Sæþotur og þyrlur voru notaðar við björgunarstörfin. Kona, sem bjargað var úr sjónum á sunnudag, lést á sjúkrahúsi í gær. Eins var enn saknað í gær, að því er segir á vef Guardian.
Umræða

