,,EIGNIR „HREINSAÐAR“ ÚR GJALDÞROTA VERSLUN“
„Það var búið að ,,hreinsa“ mest út úr húsgagnaversluninni, það var frekar lítið til.“ Segir skiptastjóri gjaldþrota húsgagnaverslunar í Síðumúla 30, skv. frétt DV í dag.
ÁFRAM Á NÝRRI KENNITÖLU – 774 milljóna gjaldþrot
Húsgagnaverslunin Heimahúsið og Heima ehf. hafa verið rekin í Síðumúla 30, undanfarin ár samkvæmt frétt DV í dag. Reksturinn hét Heima ehf. og varð gjaldþrota og námu lýstar skuldir í þrotabú félagsins, 774 milljónum króna en skuldir voru skv. ársreikningi: 888.412.722 krónur eða rúmlega 888 milljónum króna.
Um er að ræða fjölskyldufyrirtæki og er Klara Thorarensen skráð fyrir 50% eign í Öndvegi-Lifum ehf. sem rekur húsgagnaverslunina Heimahúsið sem er í sama húsnæði, að sögn DV.
Á heimsíðunni kemur fram að um sé að ræða fjölskyldufyrirtæki og skv. gögnum Ríkisskattstjóra, Fyrirtækjaskrá, Ársreikningaskrá og Lögbirtingablaðinu og opinberum gögnum Sýslumanns, kemur fram að stjórnarmenn og/eða hluthafar á kennitölum félaga sem tengjast, séu : Kristján S Thorarensen , Hrönn Thorarensen , Klara Thorarensen og Málfríður Vilhelmsdóttir . Samkvæmt ársreikningi árið 2010 skuldaði félagið Heima ehf. kt.700987-1409, tæpan milljarð, eða 888.412.722 krónur – „Það var búið að „hreinsa“ mest út úr húsgagnaversluninni, það var frekar lítið til.“ segir skiptastjórinn.
Húsgagnaverslunin Heima ehf – Kt. 700987-1409, Síðumúli 30, Sími: 568 4242 – Netfang: heimahusid@heimahusid.is
Lögbirtingarblaðið – 963.284.909 króna gjaldþrot
Áfram á nýrri kennitölu – (DV í dag)
,,Skiptum er lokið á þrotabúi félagsins GBN-110 ehf., sem áður hét Heima ehf. og þar áður Öndvegi ehf. og rak húsgagnaverslunina Heima í Síðumúla en þar er einnig Heimahúsið.
Annar eigandi gjaldþrota fyrirtækisins, Klara Thorarensen, er skráð fyrir helmingshlut í fyrirtækinu Öndvegi-Lifum ehf., sem rekur húsgagnaverslunina Heimahúsið í sama húsnæði. Kröfur í þrotabúið hljóðuðu samtals upp á rúmar 774 milljónir króna, en í Lögbirtingablaðinu kemur fram að engar eignir hafi fundist í búinu.
Skiptum á þrotabúinu var því lokið 18. nóvember síðastliðinn. Haukur Bjarnason er skiptastjóri búsins. „Það var búið að hreinsa mest út úr því, það var
frekar lítið til,“ segir hann.
Stærsti kröfuhafinn í þrotabúið var Byr með eina kröfu upp á 447 milljónir króna og aðra upp á 115 milljónir króna. Lögfræðideild Landsbankans var síðan með kröfu upp á 158 milljónir króna.
Lager sem er metinn á lítið brot af kröfunum, fannst í búinu, en ekki hefur tekist að selja hann.“ Segir lögmaður sem er skiptastjóri gjaldþrota húsgagnaverslunar í frétt DV, í dag og hefur fréttin verið uppfærð með ítarlegum opinberum gögnum, sjá einnig frétt neðar á síðunni.
Umræða