2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Ísinn heldur ekki hagamúsum þessa dagana

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

,,Já við vorum á ferðinni við Elliðavatn meðal annars í gær og það eru stórar vakir á vatninu og ísinn heldur engu, ekki einu sinni hagamúsum þessa dagana.“ Sagði veiðimaðurinn Gunnar Bender sem var á ferðinni við vatnið í gær og það sama má segja um öll vötn í nágrenni  Reykjavíkur, ísinn er örþunnur og varla nema nokkrir sentimetrar.

Á Vífilsstaðavatni var aðeins þykkri ís en ekkert til að tala um. Lítið hefur verið drogað í kringum Reykjavík en eitthvað út á landi en oft meira en núna enda umhleypingar annan hvern dag uppá síkastið.

Og það er spáð þýðu á næstu dögum og eins gott að fara varðlega eins og dæmið sannaði í dag á Hafravatn. Fyrir nokkrum dögum fór maður niður á hjóli á vatninu og þetta ætti að sýna stöðuna. Mynd. Staðan við Elliðavatni seinni partinn í gærdag stór vök á vatninu. Mynd María Gunnarsdóttir

Þá hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðis viljað vekja athygli á að ís á vötnum kringum höfuðborgarsvæðið getur verið ótraustur.

Slökkvilið hefur nú á stuttum tíma farið í tvö útköll á Hafravatn þar sem ís hefur brotnað undan fólki.