0.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Norðlæg átt í dag og víða léttskýjað

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 

Hugleiðingar veðurfræðings
Norðlæg átt í dag og víða léttskýjað, en dálítil él norðaustanlands. Það er áfram vindasamt á Austurlandi og í eftirmiðdaginn má búast við hvassviðri eða stormi á Austfjörðum en þar lægir í nótt og á morgun.

Annars staðar verður austlæg átt á morgun, gola eða kaldi með björtu veðri sunnan- og vestanlands, en lítilsháttar éljum í norðausturfjórðungnum. Kalt í veðri. Á þriðjudag fer síðan að blása úr suðaustri og hitinn þokast upp á við. Seint um kvöldið og á miðvikudag er útlit fyrir rigningu eða slyddu á landinu, fyrst suðvestantil.

Veðuryfirlit
Um 250 km SA af Jan Mayen er víðáttumikil 978 mb lægð, sem þokast SA, en 1026 mb hæð er yfir NA-Grænlandi. Um 600 km S og SA af Hvarfi er hægfara 993 mb lægðasvæði, en 800 km SV af Nýfundnalandi er vaxandi 989 mb lægð á hreyfingu NA.
Samantekt gerð: 10.01.2021 07:40.

Veðurhorfur á landinu
Norðvestan 13-23 m/s og dálítil él NA-lands, hvassast við ströndina, annars mun hægari vindur og víða léttskýjað. Frost 4 til 13 stig.
Lægir smám saman í nótt og hæg norðaustlæg átt og víða léttskýjað á morgun, en norðvestan 8-15 og stöku él austast. Áfram kalt í veðri.
Spá gerð: 10.01.2021 09:24. Gildir til: 12.01.2021 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 3-10 m/s, léttskýjað og frost 5 til 10 stig, en hægari á morgun og frost 2 til 7 stig.
Spá gerð: 10.01.2021 09:26. Gildir til: 12.01.2021 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Hægt vaxandi suðaustanátt og hlýnar S- og V-lands, 13-18 m/s og slydda eða rigning um kvöldið. Mun hægara og bjartviðri fyrir norðan og austan og frost víða 3 til 8 stig á þeim slóðum.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Ákveðin suðaustlæg átt og rigning eða slydda með köflum, þó síst fyrir norðan. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.

Á föstudag:
Útlit fyrir austan- og suðaustanáttir með rigningu, einkum SA-lands og mildu veðri.

Á laugardag:
Snýst líklega í vestlæga átt með skúrum eða éljum á V-verðu landinu, en rofar til eystra. Hiti nærri frostmarki.